Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. júlí 2019 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Erum með gamalt lið eins og menn vita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að Alex Freyr Hilmarsson sleit krossband gegn Breiðabliki í síðustu viku gætu KR-ingar skoðað að bæta við sig liðsstyrk í félagaskiptaglugganum sem er núna opinn.

„Við erum að skoða okkar mál," sagði Rúnar eftir sigurinn gegn ÍBV á laugardag.

„Það gæti vel verið að við bætum við okkur leikmanni til að styrkja hópinn enn frekar. Þegar líður á tímabilið þá fer að koma þreyta og þá geta komið meiðsli. Við erum með gamalt lið eins og menn vita og við erum líka að hugsa um framtíðina."

„Við erum búnir að bæta við okkur yngri leikmönnum þetta tímabil og við þurfum að halda áfram að bæta við okkur yngri leikmönnum til að lenda ekki í því að eiga ágætis tímabil núna og vera ekki viðbúnir því ef einhverjir fara eða einhverjir hætta. Við þurfum að halda áfram að byggja upp félagið til framtíðar."

„Því miður í dag gat ég ekki gefið þeim öllum séns. Í svona leik þar sem er mikil barátta leitar með frekar í reynslu og varnarsinnaða menn."

Sjá einnig:
Rúnar Kristins: Þetta er gríðarlegt áfall fyrir félagið
Rúnar Kristins: Völlurinn var loðinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner