Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sat á pizzastað er Bandaríkin unnu síðast - Skoraði í gær
Rose Lavelle.
Rose Lavelle.
Mynd: Getty Images
Rose Lavelle var ein af stjörnum Heimsmeistaramótsins í Frakklandi. Hún skoraði annað mark Bandaríkjana í 2-0 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum í gær og alls skoraði hún þrjú mörk í sex leikjum á mótinu.

Smelltu hér til að sjá mark hennar í úrslitaleiknum.

Bandaríkin urðu einnig Heimsmeistarar árið 2015 og þá var Lavelle, sem er í dag 24 ára, ekki í liðinu.

Hún hefur farið rosalega hratt á toppinn eins og Roger Bennett, annar stjórnanda spjallþáttarins Men in Blazers, segir frá á Twitter.

„Rose Lavelle horfði á úrslitaleik HM 2015 á pizzastað með nokkrum liðsfélögum sínum úr áhugamannaliði í Seattle. Hún var að skora markið sem tryggir liðinu sigurinn 2019," skrifaði Bennett, en Lavelle leikur í dag með Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni.

Hún fékk bronsskóinn, sem þriðji besti leikmaður mótsins í Frakklandi. Liðsfélagi hennar, Megan Rapinoe, var besti leikmaður mótsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner