mán 08. júlí 2019 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sýrland vann Norður-Kóreu í fótboltaleik
Sýrlenska landsliðið fagnar marki.
Sýrlenska landsliðið fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Það var athyglisverður fótboltaleikur í dag þegar Sýrland og Norður-Kórea áttust við.

Leikurinn er hluti af fjögurra liða móti sem Indland og Tajikistan taka einnig þátt í. Mótið er haldið í Indlandi.

Norður-Kórea komst yfir í leiknum eftir þrjár mínútur, en Sýrland svaraði því vel og jafnaði fyrir leikhlé. Sýrland byrjaði svo seinni hálfleikinn af krafti og setti þrjú mörk á skömmum tíma. Norður-Kórea minnkaði muninn í 4-2 áður en Sýrland gekk endanlega frá leiknum.

Sýrland, það stríðshjáða land, er með gott fótboltalið og var ekki langt frá því að komast á HM í Rússlandi í fyrra. Norður-Kórea er eitt einangraðasta land í heimi.

Einhverjir muna eftir því þegar Norður-Kórea komst á HM 2010 og tapaði naumlega fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner