Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. júlí 2019 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Genoa á leið til Juventus
Cristian Romero er að semja við Juventus
Cristian Romero er að semja við Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalska stórveldið Juventus er að ganga frá kaupum á argentínska varnarmanninum Cristian Romero. Hann kemur frá Genoa en verður lánaður aftur þangað út tímabilið.

Romero, sem er 21 árs gamall, kom til Genoa fyrir síðasta tímabil og lék 27 leiki og skoraði 2 mörk fyrir ítalska félagið.

Hann er miðvörður að upplagi en hann virðist hafa heillað stærsta liðið á Ítalíu því Juventus er að ganga frá kaupum á honum.

Juventus borgar Genoa 15-20 milljónir evra fyrir hann og fer hann í læknisskoðun hjá meisturunum á morgun.

Hann verður síðan lánaður aftur til Genoa út tímabilið.

Atalanta hafði einnig áhuga á að fá hann á láni en Romero valdi að fara aftur til Genoa.

Juventus hefur verið duglegt á markaðnum en félagið er búið að fá Adrien Rabiot, Aaron Ramsey, Gianluigi Buffon, Wesley, Merih Demiral og Luca Pellegrini. Þá er Mathijs de Ligt væntanlegur frá Ajax á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner