Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Víkingar halla sér nær öðrum spænskum liðum"
FH-ingar taka á móti Víkingum í kvöld.
FH-ingar taka á móti Víkingum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í kvöld mætast FH og Víkingur R. í síðasta leik hinnar dreifðu 12. umferðar Pepsi Max-deildar karla.

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er kominn með leikheimild með Víkingum og möguleiki er á því að hann spili í kvöld.

„Með högnann Sölva við hliðina á sér, þetta er andskoti gott teymi. Vonandi verður hann ryðgaður á móti okkur ef hann verður valinn til að spila. Fengur fyrir Víking og fengur fyrir deildina að fá hann, en lið er meira en einstaklingur og við einbeitum okkur ekki sérstaklega að því að stoppa Kára Árnason," sagði Ólafur Kristjánsson á blaðamannafundi á Facebook-síðu FH fyrir leikinn.

Víkingar spila leikstíl sem felst í því að halda boltanum innan liðsins. Það er öðruvísi leikstíll en FH tókst á við í síðasta leik gegn Grindavík.

„Með slíkum leikstíl (eins og Víkingur notast við) verða leikir opnari og leikir Víkings hafa verið opnir. Grindavík, í síðasta leik gegn okkar, lágu aftarlega og það er erfitt að brjóta niður svoleiðis vörn. Það má búast við opnari leik og það verða fleiri glufur. Víkingarnir halla sér nær öðrum spænskum liðum en Grindavík," sagði Óli.

FH er fyrir leikinn í kvöld með 13 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Víkingur er með 11 stig, með jafnmörg stig og HK sem er í fallsæti.

Blaðamannafundurinn er hérna að neðan í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner