Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júlí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast eftir Nacho í vikunni og Alvaro fljótlega eftir það
Nacho Gil í leik með Þór.
Nacho Gil í leik með Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór Akureyri hefur verið án tveggja lykilmanna sinna í síðustu tveimur leikjum sínum í Inkasso-deild karla.

Um er að ræða Spánverjana Alvaro Montejo og Nacho Gil. Þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli.

Þrátt fyrir að þá hafi báða vantað í síðasta leik þá vann Þór 3-0 sigur gegn Fram. Eftir leikinn tjáði Gregg Ryder, þjálfari Þórs, sig um stöðuna á þeim.

„Við höldum að Nacho komi til baka í næstu viku og við vonumst til þess að Alvaro komi fljótlega eftir það," sagði Gregg eftir leikinn síðastliðinn föstudag.

Þór er sem stendur í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar með 19 stig eftir 10 leiki. Næsti leikur liðsins er grannaslagur gegn Magna á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner