mán 08. júlí 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
West Ham vill eiga stærsta leikvanginn í London
Mynd: Getty Images
West Ham ætlar að reyna að fjölga sætum á heimavelli sínum til að vera með stærsta leikvanginn í London af öllum félagsliðum sem þar spila.

Leikvangur West Ham tekur 60 þúsund manns í dag en félagið vill stækka um 2500 sæti.

Nýr leikvangur Tottenham tekur 62,062 sæti og því gæti West Ham farið yfir þá tölu með því að fjölga um 2500 sæti.

Forráðamenn West Ham ætlar að funda með borgaryfirvöldum í London í dag til að ræða málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner