Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Tveir stórleikir sýndir beint
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkölluð fótboltaveisla á dagskrá hér á landi í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla, þrír í Lengjudeild karla og fimm í 3. deild.

Sýnt verður beint frá tveimur stórleikjum í Pepsi Max-deildinni og hefst fjörið klukkan 18:00 þegar viðureign Víkings R. og Vals verður flautuð af stað. Þar mætast tveir miklir markaskorarar, þeir Óttar Magnús Karlsson og Patrick Pedersen.

Aðeins eitt stig skilur liðin að eftir fjórar umferðir. Víkingur er með fimm stig og Valur sex.

ÍA mætir svo HK á meðan Fjölnir og Grótta eigast við í nýliðaslag í Grafarvogi áður en Breiðablik tekur á móti FH.

Blikar eru á toppinum með tíu stig á meðan FH-ingar eru með sex stig en eiga leik til góða vegna Covid-19.

KR og Stjarnan áttu að mætast en leiknum hefur verið frestað vegna smits í liði Stjörnunnar.

Í Lengjudeildinni á Þór leik við Vestra og þurfa heimamenn á Akureyri sigur til að halda í við toppliðin sem eru með fullt hús stiga. Þór er með níu stig eftir þrjár umferðir og verður að sigra til að jafna Fram og ÍBV að stigum.

Grindavík og Keflavík eigast þá við í grannaslag en bæði lið eru með sex stig eftir þrjá fyrstu leikina.

Leiknir F. og Þróttur R. mætast einnig. Leiknismenn eru með þrjú stig á meðan Þróttarar eru án stiga.

Pepsi Max-deild karla
18:00 Víkingur R.-Valur (Stöð 2 Sport - Víkingsvöllur)
19:15 ÍA-HK (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fjölnir-Grótta (Extra völlurinn)
20:15 Breiðablik-FH (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)

Lengjudeild karla
18:00 Þór-Vestri (Þórsvöllur)
19:15 Grindavík-Keflavík (Grindavíkurvöllur)
19:30 Leiknir F.-Þróttur R. (Fjarðabyggðarhöllin)

3. deild karla
19:00 Álftanes-Tindastóll (Bessastaðavöllur)
19:00 Höttur/Huginn-Einherji (Vilhjálmsvöllur)
19:00 Sindri-Ægir (Sindravellir)
20:00 Elliði-Reynir S. (Fylkisvöllur)
20:00 KFG-KV (Samsungvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner