Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 08. ágúst 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Hamren: Gæti verið erfitt að þjálfa í jakkafötum á Íslandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært land," segir Erik Hamren, nýráðinn landsliðsþjálfari, um fyrstu kynni sín af Íslandi.

Hamren kom til Ísland í viðræður í síðustu viku en hann hefur áður stýrt AIK gegn KR í Evrópukeppni á íslenskri grundu sem og U21 árs landsliði Svía.

Hamren var mættur í jakkafötum á fréttamannafund í Laugardalnum í dag en hann er ekki viss um að hann verði þannig á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.

„Það gæti verið erfitt að þjálfa í jakkafötum hér. Við þurfum að sjá til. Það er kaldara hér," sagði Hamren við Fótbolta.net í dag.

Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í september og um miðjan október kemur Sviss í heimsókn.

Hér að neðan má sjá langt viðtal við Hamren.
Hamren í löngu viðtali: Ætlum að koma aftur á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner