Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. ágúst 2018 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan um Hamren: Fann það strax að hann var svalur
Icelandair
Zlatan og Erik Hamren kom mjög vel saman.
Zlatan og Erik Hamren kom mjög vel saman.
Mynd: Getty Images
Hamren er tekinn við íslenska landsliðinu.
Hamren er tekinn við íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og allir vita var Svíinn Erik Hamren ráðinn landsliðsþjálfari Íslands fyrr í dag. Hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Honum til aðstoðar verður Freyr Alexandersson.

Hamren var gagnrýndur mjög fyrir starf sitt með sænska landsliðið. Hamren starfaði sem þjálfari sænska landsliðsins frá 2009 til 2016.

Hann var gagnrýndur og orðinn frekar óvinsæll undir lokin. Eitt af því sem hann var hvað mest gagnrýndur fyrir var að gefa Zlatan Ibrahimovic of mikla ábyrgð.

Sænskir blaðamenn segja jafnvel að þetta hafi verið meira liðið hans Zlatan en liðið hans Hamren.

Enn eitt er víst, að Zlatan kann mjög vel við Hamren.

Í ævisögu Zlatan er mjög athyglisverður bútur þar sem Zlatan segir frá því þegar hann heyrði fyrst frá Hamren. Zlatan hafði þá ákveðið að taka sér pásu frá sænska landsliðinu en Hamren kallaði aftur í þennan frábæra fótboltamann. Það fyrsta sem Zlatan sagði við Hamren var það að hann myndi ekki snúa aftur en Hamren er „þrjóskur andskoti" eins og Zlatan orðar það.

Hjörvar Hafliðason vekur athygli á þessum bút úr ævisögu Zlatan á Twitter í dag.

„Ég kann vel við þrjóska andskota," segir Zlatan enn fremur. „Ég bauð honum í húsið mitt í Malmö og ég skynjaði það strax að þessi gaur var svalur. Okkur kom vel saman. Hann var ekki þessi venjulegi sænski landsliðsþjálfari. Hann var til í að fara aðeins yfir strikið og þannig gaurar eru bestir. Ég trúi ekki á þá sem fylgja öllum reglum, stundum verðurðu að brjóta reglurnar."

„Þannig kemstu áfram. Ég meina, hvað varð um þessa gæa í unglingaliðinu hjá Malmö sem hegðuðu sér alltaf? Eru einhverjar bækur skrifaðar um þá?"

Hamren gerði Zlatan að fyrirliða og smíðaði liðið í kringum hann. Zlatan átti sín bestu ár undir stjórn Hamren, en eins og áður segir var Hamren gagnrýndur fyrir að treysta alltof mikið á Zlatan.

Hann er óvinsæll í Svíþjóð en er það ekki bara uppskrift hjá Íslandi sem virkar? Það er að segja að ráða fyrrum landsliðsþjálfara Svíþjóðar sem skapaði sér óvinsældir þar en ef til vill verður hetja hér á landi. Það gerðist með Lagerback, af hverju ekki Hamren?

Sjá einnig:
Mynd: Erik Hamren mætti á leik Fjölnis og Keflavíkur
Hamren og Raggi Sig eru hjá sömu umboðsskrifstofu



Athugasemdir
banner
banner
banner