Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. ágúst 2019 13:00
Fótbolti.net
Arsenal vantaði sárlega mann eins og Pepe
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe var mikið til umræðu í Arsenal hlaðvarpi á Fótbolta.net í dag. Pepe kom til Arsenal frá Lille á 72 milljónir punda í sumar og miklar vonir eru bundnar við hann.

„Hann er hægri kantmaður sem köttar inn á vinstri og skýtur í nær," sagði Einar Guðnason í ensku upphituninni.

„Pepe kemur með það sem sárlega vantaði í Arsenal og það er X-faktor á köntunum. Hann getur tekið menn á og er algjör martröð fyrir varnarmenn einn á móti einum." sagði Jón Kaldal.

„Okkur vantaði sárlega svona mann í fyrra. Maður saknaði Theo Walcott á köflum í fyrra því það vantaði þennan þátt í liðið."

Pepe var næstmarkahæstur í frönsku deildinni á síðasta tímabili og spennandi verður að sjá hann í enska boltanum. Einar segir að hann þurfi tíma til að aðlagast á Englandi.

„Þetta hefur oftast tekið svona gæa frá Frakklandi hálft tímabil. (Robert) Pires var ekkert sérstakur fyrsta hálfa tímabilið. Þetta tók (Thierry) Henry einhverja mánuði. Ég verð ekkert óþolinmóður með hann á þessu tímabili. Hann var líka í Afríkukeppninni í sumar og er örugglega ekki að fara að byrja leiki fyrr en í byrjun september," sagði Einar.

David Luiz var óvænt orðaður við Arsenal í gær og hann er að ganga í raðir félagsins frá Chelsea á átta milljónir punda.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er reyndur leikmaður og Arsenal virðist vera að fá hann fyrir gott verð. Auðvitað á hann sín augnablik inni á vellinum og Arsenal menn hafa áhyggjur af því að Luiz geti lent í vandræðum út af því að VAR er komið. Ég hef hins vegar trú á þessu," sagði Jón.

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Enska upphitunin - Spennandi sumargluggi hjá Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner