Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. ágúst 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 2. sæti
Liverpool
Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah og Roberto Firmino. Þeir tveir og Sadio Mane eru frábærir saman.
Mohamed Salah og Roberto Firmino. Þeir tveir og Sadio Mane eru frábærir saman.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster.
Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster.
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, Van Dijk og Alexander-Arnold. Þrír geggjaðir leikmenn.
Andy Robertson, Van Dijk og Alexander-Arnold. Þrír geggjaðir leikmenn.
Mynd: Getty Images
Liverpool er spáð öðru sæti.
Liverpool er spáð öðru sæti.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld. Við höfum síðustu daga verið að hita upp fyrir deildina með því að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Liverpool mætir Norwich í opnunarleiknum á morgun og þeim er spáð öðru sæti.

Um liðið: Eftir erfið ár frá því Rafa Benitez hætti er Jurgen Klopp búinn að koma Liverpool aftur í fremstu röð. Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og nú er sá stóri á Englandi bara eftir. Liverpool vann hann síðast ensku úrvalsdeildina fyrir 29 árum og það er kominn tími á sigur þar.

Staða á síðasta tímabili: 2. sæti.

Stjórinn: Þjóðverjinn hressi Jurgen Klopp hefur stýrt Liverpool frá 2015. Hann náði í sinn fyrsta titil hjá félaginu á síðustu leiktíð er hann vann Meistaradeildina og nú er krafa á fleiri titla. Klopp er fyrrum stjóri Mainz og Dortmund, en hann hefur náð árangri hvert sem hann hefur farið. Einn sá besti í bransanum, ekki nokkur spurning.

Styrkleikar: Hvar á að byrja? Einn besti markvörður í heimi, tveir bestu bakverðir í heimi, besti varnarmaður í heimi og eitt besta þriggja manna sóknarteymi í heimi, ef ekki það besta. Þetta er algjörlega frábærlega mannað lið og eru allir leikmenn tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Klopp er búinn að mynda alveg magnaða stemningu og fótboltinn er oftast mjög skemmtilegur og árangursríkur.

Veikleikar: Það er mjög erfitt að taka út einhverja veikleika. Ef það ætti að benda á eitthvað, þá er það miðjan. Þar er ekki að finna eins góða leikmenn og eru í hinum stöðum vallarins. Liverpool hefur lítið styrkt við leikmannahóp sinn í sumar og aðeins hafa tveir ungir strákar komið til félagsins. Það gæti myndast ákveðin hætta þar því það er alltaf mikilvægt að gera einhverjar breytingar og hrista aðeins upp í hlutunum.

Talan: 21. Alisson hélt 21 sinnum hreinu á síðustu leiktíð. Þetta var í fyrsta sinn í 10 ár, eða síðan Edwin van der Sar náði því, að markvörður heldur 20 sinnum eða oftar hreinu á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Lykilmaður: Virgil van Dijk
Var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Margir efuðust um það að Liverpool væri að gera það rétta þegar Van Dijk var keyptur fyrir 75 milljónir punda í janúar 2018. Hann var akkúrat leikmaðurinn sem Liverpool þurfti og í dag efast enginn um verðmiðann. Besti varnarmaður í heimi?

Fylgstu með: Alex Oxlade-Chamberlain
Uxinn er að koma til baka úr erfiðum meiðslum, en hann kom aðeins við sögu í tveimur keppnisleikjum með aðalliðinu í fyrra. Það verður eins og að fá nýjan leikmann þegar hann byrjar að spila af fullri alvöru aftur. Einnig verður að gaman að fylgjast með Rhian Brewster og Yasser Larouci, tveimur ungum leikmönnum, sem eru að koma upp. Brewster er gríðarlega efnilegur, en hann er einnig að koma til baka úr erfiðum meiðslum.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Það verður erfitt fyrir Liverpool að endurtaka leikinn frá því í fyrra og safna álíka stigafjölda, sérstaklega þegar að leikmenn liðsins voru í sérverkefnum í sumar og deildin byrjar fyrr en aðrar. Klopp ákvað að taka ekki þátt í félagaskiptasirkusnum en það hefur farið illa með sum lið. Að því sögðu er þetta liðið sem var nokkrum millimetrum frá Englandsmeistaratitlinum og er ríkjandi Evrópumeistari. Liðið er hrikalega vel mannað en ógnvekjandi framlína þess þarf að gera eins vel ef ekki betur en á síðustu leiktíð.“

Undirbúningstímabilið:
Tranmere 0 - 6 Liverpool
Bradford 1 - 3 Liverpool
Liverpool 2 - 3 Dortmund
Liverpool 1 - 2 Sevilla
Liverpool 2 - 2 Sporting Lissabon
Liverpool 0 - 3 Napoli
Liverpool 3 - 1 Lyon
Liverpool 1 - 1 Man City (Samfélagsskjöldurinn - tap í vítakeppni)

Komnir:
Harvey Elliott frá Fulham - Kaupverð ekki gefið upp
Sepp van den Berg frá PEC Zwolle - 1,3 milljón punda
Adrian frá West Ham - Frítt

Farnir:
Rafael Camacho til Sporting Lisbon - 5 milljónir punda
Marko Grujic til Hertha Berlin - Á láni
Alberto Moreno til Villarreal - Frítt
Daniel Sturridge - Samningslaus
Adam Bogdan - Samningslaus
Connor Randall - Samningslaus
Sheyi Ojo til Rangers - Á láni
Kamil Grabara til Huddersfield - Á láni
Ben Woodburn til Oxford - Á láni
Danny Ings til Southampton - 18 milljónir punda
Bobby Adekanye til Lazio - Frítt
Simon Mignolet til Club Brugge - 6,4 milljónir punda
Harry Wilson til Bournemouth - Á láni
Nathaniel Phillips til Stuttgart - Á láni
Taiwo Awoniyi til Mainz - Á láni
Ovie Ejaria til Reading - Á láni

Þrír fyrstu leikir: Norwich (H), Southampton (Ú), Arsenal (H)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. Liverpool, 152 stig
3. Tottenham, 142 stig
4. Man Utd, 131 stig
5. Chelsea, 126 stig
6. Arsenal, 122 stig
7. Everton, 108 stig
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Sjá einnig:
Enska upphitunin - Lokað á skrifstofu Liverpool

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner