Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 08. ágúst 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 3. sæti
Tottenham er spáð þriðja sæti.
Tottenham er spáð þriðja sæti.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Harry Kane er algjör lykilmaður.
Harry Kane er algjör lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Ndombele í baráttu við Paul Pogba á undirbúningstímabilinu.
Ndombele í baráttu við Paul Pogba á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min er einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Son Heung-min er einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin byrjar á morgun! Við höfum síðustu daga verið að hita upp fyrir deildina með því að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Tottenham er spáð þriðja sæti.

Um liðið: Tottenham hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár undir stjórn Mauricio Pochettino. Á síðustu leiktíð náðist hápunkturinn hingað til þegar liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapaði gegn Liverpool. Einnig var nýr heimavöllur liðsins frumsýndur. Í sumar hefur buddan verið opnuð og liðið ætlar sér stóra hluti.

Staða á síðasta tímabili: 4. sæti.

Stjórinn: Mauricio Pochettino í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Spurs. Þeir urðu stressaðir á tímapunkti á síðasta tímabili þegar hann var sterklega orðaður við Manchester United. Hann hélt áfram og kom Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann vann Audi-bikarinn í sumar, en það hlýtur að styttast í að það að Argentínumaðurinn vinni sinn fyrsta alvöru titil með Tottenham.

Styrkleikar: Lið Tottenham er gríðarlega vel mannað í flestum stöðum. Von er á fleiri leikmönnum í dag. Tottenham er með frábæran knattspyrnustjóra sem nær vanalega því besta út úr leikmönnum sínum. Það er allt á uppleið hjá Tottenham og nýr heimavöllur liðsins er einn sá glæsilegasti í heimi. Grunnurinn var lagður í fyrra og núna er kominn tími á að vinna titla. Miðvarðarpar Tottenham (Alderweireld og Vertonghen) er eitt það sterkasta í deildinni.

Veikleikar: Markmiðið er að vinna titla og þessi hópur á eftir að kynnast því. Tottenham vantar mögulega annan sóknarmann upp á breiddina. Samningur Fernando Llorente var ekki endurnýjaður og var Vincent Janssen seldur. Þá mætti alveg styrkja bakvarðarstöðurnar. Harry Kane glímdi mikið við meiðsli á síðasta tímabili. Hann þarf að halda sér heilum.

Talan: 57. Tottenham vann 57% leikja sinna án Harry Kane á síðasta tímabili, 58% leikja sinna þegar hann spilaði.

Lykilmaður: Harry Kane
Tottenham gekk nú ágætlega þegar Harry Kane var meiddur á síðasta tímabili, en það er ekki hægt að efast um mikilvægi hans og gæði. Markaskorari af guðs náð og það er ekki að ástæðulausu að hann er fyrirliði enska landsliðsins. Frábær leikmaður og einn af dáðustu sonum Tottenham.

Fylgstu með: Tanguy Ndombele
Franskur miðjumaður sem Tottenham gerði að sínum dýrasta leikmanni í sögunni í sumar. Hefur spilað frábærlega með Lyon, en núna er hann kominn á stóra sviðið. Það er gluggadagur í dag og líklegt að Tottenham bæti við sig einhverjum öðrum leikmönnum sem vert verður að fylgjast með.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Tottenham ætlar ekki að fara í sama pakka og nágrannarnir í Arsenal og kaupa enga leikmenn þrátt fyrir að byggja glæsilegan völl enda fjárhagsumhverfið svo sem allt annað núna en þegar Emirates-völlurinn var reistur. Tottenham gerði lítið framan af en er núna á síðustu metrunum að hnykkla vöðvana og reyna að bæta við leikmönnum. Pochettino verður að fá ferskt gæðablóð inn í þetta til að taka næsta skref og vera í alvöru titilbaráttu í 38 umferðir.“

Undirbúningstímabilið:
Juventus 2 - 3 Tottenham
Tottenham 1 - 2 Man Utd
Real Madrid 0 - 1 Tottenham
Tottenham 2 - 2 Bayern (unnu í vítaspyrnukeppni)
Tottenham 1 - 1 Inter (töpuðu í vítaspyrnukeppni)

Komnir:
Tanguy Ndombele frá Lyon - 55 milljónir punda
Kion Etete frá Notts County - 200 þúsund pund
Jack Clarke frá Leeds - 10 milljónir punda

Farnir:
Kieran Trippier til Atletico Madrid - 20 milljónir punda
Vincent Janssen til C.F. Monterrey - 6,3 milljónir punda
Luke Amos til QPR - Á láni
Michel Vorm - Samningslaus
Fernando Llorente - Samningslaus
Jack Clarke til Leeds - Á láni

Þrír fyrstu leikir: Aston Villa (H), Man City (Ú), Newcastle (H).

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. Tottenham, 142 stig
4. Man Utd, 131 stig
5. Chelsea, 126 stig
6. Arsenal, 122 stig
7. Everton, 108 stig
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Sjá einnig:
Enska upphitunin - Gluggafjör og uppeldi hjá Tottenham

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner