Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. ágúst 2019 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Collymore vildi sjá Birki slá í gegn hjá Aston Villa
Birkir í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er farinn frá Aston Villa. Hann og Villa hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi hans hjá félaginu.

Birkir kom til Aston Villa frá Basel í janúar árið 2017 og skoraði sex mörk í 54 leikjum með enska félaginu.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool og Aston Villa, segir það leiðinlegt að missa Birki frá Aston Villa.

„Vildi mjög sjá Birki slá í gegn. Ég elskaði íslenska landsliðið á EM 2016, lið sem var með sterkan anda og ekki lítil gæði," skrifaði Collymore sem kom til Íslands þegar landsliðið tryggði sig inn á HM 2018 í þáttagerð.

„Gangi þér vel," bætti Collymore við.

Birkir var ellefu sinnum í byrjunarliði Aston Villa í Championship deildinni á síðasta tímabili en hann kom lítið við sögu síðari hluta tímabilsins.

Aston Villa fór upp í ensku úrvalsdeildina í vor og hefur í sumar bætt við tólf leikmönnum í hópinn.

Hinn 31 árs gamli Birkir má finna sér nýtt félag núna.


Athugasemdir
banner
banner
banner