Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. ágúst 2019 09:06
Magnús Már Einarsson
David Luiz í læknisskoðun hjá Arsenal
Að skipta um félag í London.
Að skipta um félag í London.
Mynd: Getty Images
David Luiz, varnarmaður Chelsea, er við það að ganga í raðir Arsenal en hann er mættur í læknisskoðun hjá félaginu.

Arsenal kaupir hinn 32 ára gamla Luiz frá Chelsea á átta milljónir punda.

Luiz vildi sjálfur skipta um félag en hann var ekki viss um stöðu sína hjá Chelsea undir stjórn Frank Lampard.

Chelsea ákvað að selja Luiz þó félagið geti ekki keypt neinn leikmann í hans stað þar sem félagið er í félagaskiptabanni.

Luiz verður ekki eini varnarmaðurinn sem Arsenal fær í dag því félagið er einnig að kaupa vinstri bakvörðinn Kieran Tierney frá Celtic á 25 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner