Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt af fyrstu verkum Lampard var að reyna að fá Rooney
Rooney er mættur aftur í enska boltann.
Rooney er mættur aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney gekk á þriðjudag frá félagaskiptum sínum til Derby County í Championship-deildinni.

Hann mun klára tímabilið hjá DC United í bandarísku MLS-deildinni og verður svo orðinn leikmaður og hluti af þjálfarateymi Derby í janúar.

Þessi markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins mun því pottþétt klára ferilinn í Englandi. Hann er 33 ára gamall.

Samkvæmt því sem Sky Sports hefur komist að þá vaknaði hugmyndin að þessum skiptum fyrir meira en ári síðan.

Frank Lampard, fyrrum liðsfélagi Rooney hjá enska landsliðinu, var ráðinn knattspyrnustjóri Derby og var eitt hans fyrsta verk að reyna að fá Rooney. Þá var planið að fá hann bara sem leikmenn, en samræður við forráðamenn Rooney hafa átt sér stað síðan þá. Það þróaðist í það að Rooney myndi koma sem leikmaður og hluti af þjálfarateyminu.

Frank Lampard hætti með Derby í sumar til að taka við Chelsea. Hollendingurinn Philip Cocu tók við af Lampard.

Sjá einnig:
Rooney: Kem með gæði inn í hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner