fim 08. ágúst 2019 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Kolbeinn skoraði og átti þátt í öðru í sigri á Sheriff
Kolbeinn Sigþórsson var flottur í kvöld
Kolbeinn Sigþórsson var flottur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrri leikirnir í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson var frábær er AIK vann Sheriff 2-1.

Kolbeinn var í byrjunarliði sænska liðsins AIK er liðið mætti FC Sheriff frá Moldavíu. Kolbeinn átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem kom á 12. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir en Andrej Lukic, varnarmaður Sheriff, sparkaði knettinum framhjá markverði liðsins og AIK því 1-0 yfir. Kolbeinn bætti svo við öðru marki tveimur mínútum síðar, þriðja markið hans í átta leikjum fyrir félagið. Kolbeinn fór af velli þegar um það bil fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Yuri Kendysh minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu en lengra komst liðið ekki og 2-1 sigur AIK í Moldavíu staðreynd.

Wolves vann 4-0 sigur á Pyunik. Raul Jimenez gerði tvö mörk og þá gerðu þeir Matt Doherty og Ruben Neves sitt hvort markið. Úlfarnir svo gott sem komnir áfram í næstu umferð.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby sem tapaði fyrir Braga, 4-2. Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópnum hjá Malmö sem vann Zrinjski 3-0 og Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður á 87. mínútu er AZ Alkmaar gerði markalaust jafntefli við Mariupol.

Síðari leikirnir fara fram í næstu viku.

Úrslit og markaskorarar:

Pyunik 0 - 4 Wolves
0-1 Matthew Doherty ('29 )
0-2 Raul Jimenez ('42 )
0-3 Raul Jimenez ('46 )
0-4 Ruben Neves ('90 , víti)

Universitatea Craiova 0 - 2 AEK
0-1 Petros Mantalos ('60 )
0-2 Marko Livaja ('85 )

Brondby 2 - 4 Braga
1-0 Dominik Kaiser ('15 )
1-1 Paulinho ('18 )
1-2 Andre Horta ('20 )
2-2 Dominik Kaiser ('50 )
2-3 Ricardo Horta ('90 )
3-3 Hjortur Hermannsson ('90 , sjálfsmark)

Ventspils 0 - 3 Guimaraes
0-1 Davidson ('30 )
0-2 Pepe ('50 )
0-3 Joseph Amoah ('80 )

Thun 2 - 3 Spartak
0-1 Ezequiel Ponce ('22 )
0-2 Zelimkhan Bakaev ('29 )
1-2 Nias Hefti ('52 )
2-2 Simone Rapp ('59 )
2-3 Zelimkhan Bakaev ('73 )

Sheriff 1 - 2 AIK
1-0 Andrej Lukic ('12 , sjálfsmark)
1-1 Kolbeinn Sigthorsson ('14 )
2-1 Yuri Kendysh ('56 , víti)

Neftci Baku 1 - 2 Bnei Yehuda
0-1 Sagas Tambi ('26 )
0-2 Mohammad Ghadir ('36 )
1-2 Joseph-Monrose Steven ('43 )

Haugesund 0 - 1 PSV
0-1 Steven Bergwijn ('24 , víti)

Malmo FF 3 - 0 Zrinjski
1-0 Rasmus Bengtsson ('36 )
2-0 Anders Christiansen ('66 )
3-0 Soren Rieks ('74 )

Molde 3 - 0 Aris
1-0 Magnus Eikrem ('27 )
2-0 Eirik Hestad ('32 )
3-0 Martin Ellingsen ('87 )

Rautt spjald:Fran Velez, Aris (Greece) ('64)
Mariupol 0 - 0 AZ
Athugasemdir
banner
banner
banner