Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. ágúst 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Heiðar Ægis leikur aðeins einn leik í viðbót með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson leikmaður Stjörnunnar leikur aðeins einn leik í viðbót með félaginu í Pepsi Max-deildinni áður en hann fer aftur út til Bandaríkjanna og heldur áfram að stunda þar nám sitt.

Síðasti leikur Heiðars verður gegn KA á Greifavellinum á Akureyri næstkomandi sunnudag í 16. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur liðsins á Víkingi í gærkvöldi.

Heiðar hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu ár en nú er hann á leið á sitt lokaár í skólanum. „Eftir það er hann alkominn heim næsta vor," sagði Rúnar Páll.

Stjarnan kallaði Elís Rafn Björnsson til baka úr láni frá Fjölni á dögunum.

„Elís Rafn var fenginn hingað með því markmiði að geta leyst þetta af. Hjálpað okkur við þessa bakvarðastöðu og hafsentastöðu. Hann kemur ferskur inn. Hann er búinn að spila vel í sumar og hann mun hjálpa okkur í lokabaráttunni. Það er ljóst," sagði Rúnar Páll.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, tólf stigum á eftir toppliði KR.
Rúnar Páll: Við viljum vera ofarlega í töflunni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner