Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. ágúst 2019 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson í bílrúðuviðtali um Zaha
Roy Hodgson ræðir við fréttamann.
Roy Hodgson ræðir við fréttamann.
Mynd: Sky Sports - Twitter
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, minnti á Harry Redknapp þegar hann ræddi við fréttamann Sky Sports í gegnum bílrúðuna hjá sér núna áðan.

Stuðningsmenn Crystal Palace hafa fengið gleðitíðindi því kantmaðurinn öflugi Wilfried Zaha verður ekki seldur áður en félagaskiptaglugginn lokar klukkan 16:00.

Arsenal og Everton hafa bæði reynt að kaupa Zaha í sumar en án árangurs.

Zaha vildi sjálfur fara en hann æfði ekki með liðsfélögum sínum hjá Crystal Palace í dag.

„Hann verður áfram og við erum ánægðir með það," sagði Hodgson. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir félagið. Hann var ekki í alveg réttu hugarástandi í dag og því sendi ég hann heim, það er skiljanlegt."

„Það er búið að fjalla vel um það að hann vill fara, en það hefur ekki alveg gengið upp hjá honum. Hann er atvinnumaður og hann er með góðan samning við okkur. Hann er leikmaður sem við virðum og ég trúi því að hann virði okkur líka."

„Við búumst við því að hann komi aftur og geri það sem hann gerir vanalega. Allir hérna eiga í góðu sambandi við hann. Það er ekki vandamál. Hann lenti í erjum við stjórnarformanninn og eigendurna vegna þess að hann vildi fara, en þeir töldu sig ekki hafa fengið nægilega gott tilboð."

„Hann verður að jafna sig á því. Þegar þú skrifar undir langtímasamning þá er búist við því að þú heiðrir þá og við búumst við því að hann geri það."

„Það eru engin vandamál á milli okkar. Ég hlakka til að sjá hann á morgun," sagði Hodgson.

Crystal Palace mætir einmitt Everton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag og spennandi verður að sjá hvað Zaha spilar stóra rullu í þeim leik.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner