Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. ágúst 2019 16:05
Magnús Már Einarsson
Iwobi á leið til Everton - Næstdýrastur á eftir Gylfa
Mynd: Getty Images
Alex Iwobi, kantmaður Arsenal, er á leið til Everton samkvæmt frétt BBC í dag.

Samkvæmt fyrstu fréttum er kaupverðið 40 milljónir punda en hann er þar með næstdýrasti leikmaðurinn í sögu Everton á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni sem kostaði 45 milljónir punda fyrir tveimur árum.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði klukkan 16:00 en félög geta fengið tvo klukkutíma til viðbótar til að klára pappírsvinnu í kringum skipti.

Everton var lengi á eftir Wilfried Zaha en ákvað á endanum að snúa sér að Iwobi þar sem Crystal Palace vildi ekki selja Zaha.

Iwobi er 23 ára gamall landsliðsmaður Nígeríu en hann hefur leikið 100 deildarleiki með Arsenal og skorað ellefu mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner