fim 08. ágúst 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski ósáttur við rólegan félagaskiptaglugga
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Sane hefur verið orðaður við Bayern í allt sumar.
Sane hefur verið orðaður við Bayern í allt sumar.
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Robert Lewandowski er ósáttur með það hvað Bayern hefur verið að gera í sumarglugganum.

Franck Ribery og Arjen Robben eru horfnir á braut og fór Kólumbíumaðurinn James Rodriguez aftur til Real Madrid eftir að hafa verið á láni hjá Bayern. Lewandowski er ósáttur við það hversu lítið hefur verið að frétta hjá Bayern.

„Mér finnst við þurfa þrjá nýja leikmenn," sagði Lewandowski við Bild. „Við misstum þrjá sóknarsinnaða leikmenn og höfum lítið styrkt okkur á því svæði enn sem komið er."

„Við þurfum annan kantmann - jafnvel þó svo að (Leroy) Sane komi. Við þurfum kannski líka 'sexu' og sóknarmann."

„Það verður erfitt að spila heilt tímabil með 13 eða 14 reynda atvinnumenn."

Bayern hefur hingað til keypt frönsku varnarmennina Lucas Hernandez og Benjamin Pavard. Einnig var sóknarmaðurinn Jann-Fiete Arp fenginn frá Hamburg, en óvíst er það hvort hann verði lánaður frá félaginu eða ekki.

Bayern hefur reynt að fá Leroy Sane frá Manchester City í allt sumar, en það hefur ekki gengið nægilega vel að sannfæra City um að selja.

Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar í dag, en í Þýskalandi lokar hann ekki fyrr en í lok mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner