Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 12:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mandzukic virðist ekki á leiðinni til United - Greenwood fær traust
Mandzukic í baráttu við Dele Alli, leikmann Tottenham.
Mandzukic í baráttu við Dele Alli, leikmann Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Daily Mail þá hefur Manchester United ekki lengur áhuga á Mario Mandzukic, króatískum framherja Juventus.

United er að selja Romelu Lukaku til Inter. Fyrst var talað um Mandzukic sem hluta af skiptidíl á milli United og Juventus sem myndi einnig innihalda Lukaku og Paulo Dybala. Þegar það gekk ekki upp héldu sögusagnir áfram um að Mandzukic myndi fylla í skarð Lukaku hjá United.

Daily Mail segir að United hafi ekki verið tilbúið að borga það sem Juventus vildi fá fyrir hinn 33 ára gamla Mandzukic, auk þess hafi hann verið með of háar launakröfur.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 16 að íslenskum tíma og ekki lítur út fyrir það að Man Utd muni bæta við sig öðrum leikmanni.

Man Utd hefur keypt Daniel James, Aaron Wan-Bissaka og Harry Maguire í þessum glugga.

Rob Dawson hjá ESPN segir að Solskjær sé sáttur með það að treysta meira á hinn 17 ára gamla Mason Greenwood.



Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner