Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. ágúst 2019 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rojo ekki til Everton - Enn hægt að selja hann
Rojo í treyju númer 16 á þessari mynd.
Rojo í treyju númer 16 á þessari mynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo fer ekki til Everton, samkvæmnt heimildum Sky Sports.

Everton náði ekki að komast að samkomulagi við Manchester United um kaupverð.

Rojo getur spilað sem bæði miðvörður og vinstri bakvörður.

Hann er 29 ára gamall og hefur leikið með Manchester United frá 2014, þegar hann kom frá Sporting í Portúgal.

Rojo hefur aðeins spilað 18 leiki í öllum keppnum fyrir Manchester United á síðustu tveimur tímabilum, en hann gæti enn farið frá félaginu því gluggar í öðrum stærstu deildum Evrópu lokar síðar.

Félagaskiptaglugginn er núna lokaður, en enn á eftir að staðfesta sex félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni. Eitt af þessum skiptum eru líklega Alex Iwobi frá Arsenal til Everton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner