fim 08. ágúst 2019 13:53
Magnús Már Einarsson
Sagt að Tottenham fái Le Celso á láni
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Giovani lo Celso, miðjumaður Real Betis, er á leið til Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar. Talað hefur verið um 55 milljóna punda kaupverð en fjölmiðlar á Spáni vilja núna meina að um lánssamning sé að ræða til að byrja með.

Tottenham borgar tólf milljónir punda fyrir lánssamninginn og 3,5 milljónir punda gætu bæst við í bónusgreiðslum.

Tottenham hefur kost á að kaupa Lo Celso á 65 milljónir punda næsta sumar en ef leikmaðurinn hjálpar liðinu að landa Meistaradeildarsæti ganga kaup sjálfkrafa í gegn á öðru verði að sögn spænskra fjölmiðla.

Ef Tottenham fer í Meistaradeildina mun liðið borga 35 milljónir punda næsta sumar fyrir kaup á Lo Celso og 16 milljónir punda til viðbótar að 18 mánuðum liðnum.

Real Betis hefur einnig óskað eftir því að fá 20% af næsta söluverði fyrir hinn 23 ára gamla Lo Celso.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner