Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 16:31
Magnús Már Einarsson
Sane verður lengi frá - Þarf að fara í aðgerð
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur fengið slæm tíðindi en útlit er fyrir að Leroy Sane verði frá keppni næstu mánuðina.

Sane meiddist í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Liverpool um síðustu helgi.

Fréttir frá heimalandi hans Þýskalandi segja að rifa hafi komið í krossbandið.

Sane þarf að fara í aðgerð fyrir vikið og verður frá í einhverja mánuði.

Bayern Munchen hefur verið á höttunum á eftir Sane í sumar en meiðslin þýða að þau félagaskipti eru væntanlega úr sögunni í bili.

Uppfært: Man City hefur staðfest að Sane hafi skaddað fremra krossbandið. Hann þarf að fara í aðgerð.
Athugasemdir
banner
banner
banner