Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. ágúst 2019 07:50
Magnús Már Einarsson
Tottenham færist nær Dybala
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Tottenham er nálægt því að ná samkomulagi við Juventus um kaup á framherjanum Paulo Dybala.

Félögin hafa ekki ennþá náð samkomulagi en þau eru bjartsýn á að það gangi áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 17:00 í dag.

Tottenham ákvað að snúa sér að Dybala eftir að félaginu mistókst að klófesta miðjumanninn Bruno Fernandes frá Sporting Lisabon.

Það er nóg að gera hjá Tottenham í dag en félagið er einnig að kaupa miðjumanninn Giovani lo Celso frá Real Betis og kantmanninn Ryan Sessegnon frá Fulham.
Enska upphitunin - Gluggafjör og uppeldi hjá Tottenham
Athugasemdir
banner
banner