Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. ágúst 2019 13:51
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk gæti unnið Ballon d'Or gullknöttinn
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Uxinn snýr aftur.
Uxinn snýr aftur.
Mynd: Getty Images
Það er ekki oft sem varnarmaður fær Ballon d'Or gullknöttinn en það gæti gerst í ár þar sem Virgil van Dijk hjá Liverpool er talinn sigurstranglestur.

Í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabil Liverpool var rætt við Magnús Þór Jónsson og Sigurstein Brynjólfsson af kop.is.

Magnús var spurður að því hvort Van Dijk gæti tekið gullknöttinn?

„Hann verður klárlega í topp þremur og gæti tekið þetta. Það er svo margt sem væri gott við það. Það væri ákveðin yfirlýsing að líta aðeins framhjá þessum augljósu kostum sem skora yfir 50 mörk á tímabili," segir Magnús.

„Van Dijk gerði nokkur mistök á síðasta tímabili en þetta er alhliða leikmaður og maður þarf að vera á vellinum til að átta sig almennilega á því. Hann er gríðarlegur leiðtogi á vellinum og er gargandi á menn allan tímann. Hann gæti farið upp í Breiðholt og spilað fótbolta þar á einhverjum leikvelli og svo komið á landsliðsvöll og plummað sig. Hann er maður sem þú vilt taka með þér í stríð."

Uxinn snýr aftur
Í þættinum var rætt um endurkomu Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur jafnað sig af erfiðum meiðslum. Sigursteinn fagnar því að endurheimta hann,

„Hans var sárt saknað á síðasta tímabili, þó það sé asnalegt að segja það miðað við tímabilið. Hann sýndi það tímabilið sem hann spilaði að hann gefur gríðarlega mikið inn á miðjuna, sérstaklega sóknarlega. Hann passar inn í þennan fótbolta sem Klopp vill spila. Það er klisja að tala um að einhver sé eins og nýr leikmaður en hann er það svo sannarlega," segir Sigursteinn.

„Ég var mjög glaður þegar við keyptum hann. Oxlade er góður skotmaður og einnig flottur í pressunni. Mér fannst við sakna hans í því. Það er pressa á honum að koma inn í þetta eins og hann var. Hann lenti í rosalegum meiðslum og var frá í fjórtán mánuði, lenti í tveimur áföllum þegar verið var að reyna að koma honum til baka. Maður hefur pínu áhyggjur af því hvernig hann kemur úr svona löngu meiðslatímabili. Ég held að hann fái fullt af mínútum í byrjun móts," bætti Magnús Þór Við.

Hlustaðu á upphitunarþáttinn í hlaðvarpsveitum, hér að neðan eða með því að smella hérna.
Enska upphitunin - Lokað á skrifstofu Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner