Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. ágúst 2019 14:34
Magnús Már Einarsson
Zaha fer ekki frá Crystal Palace
Zaha ræðir við Roy Hodgson stjóra Crystal Palace.
Zaha ræðir við Roy Hodgson stjóra Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Crystal Palace hafa fengið gleðitíðindi því kantmaðurinn öflugi Wilfried Zaha verður ekki seldur áður en félagaskiptaglugginn lokar klukkan 16:00. Sky Sports segist hafa fengið þetta staðfest úr herbúðum Crystal Palace.

Arsenal og Everton hafa bæði reynt að kaupa Zaha í sumar en án árangurs.

Crystal Palace setti mjög háan verðmiða á Zaha en 70 milljóna punda tilboði frá Everton var hafnað sem og 40 milljóna punda tilboði frá Arsenal fyrr í sumar.

Zaha vildi sjálfur fara en hann æfði ekki með liðsfélögum sínum hjá Crystal Palace í dag.

Crystal Palace mætir einmitt Everton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag og spennandi verður að sjá hvað Zaha spilar stóra rullu í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner