Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki komið til tals að láta Eið Smára fara
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári Guðjohnsen er enn öruggur í starfi hjá FH þrátt fyrir afskaplega dapurt gengi að undanförnu.

Eiður Smári tók við FH af Ólafi Jóhannessyni eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Leikni á Kaplakrikavelli um miðjan júní en þá var liðið í níunda sæti með níu stig.

Eftir að Eiður tók við hefur liðið aðeins skorað tvö deildarmörk í sjö deildarleikjum. Einu mörkin komu í 1-1 jafnteflum gegn ÍA og Stjörnunni en liðið hefur nú farið í gegnum fimm leiki án þess að skora mark.

FH-ingar eru nú í tíunda sæti með ellefu stig en það er möguleiki á því að liðið verði í fallsæti eftir þessa umferð ef Leiknismönnum tekst að vinna Keflavík í kvöld.

„Við höfum ekki rætt það, við erum mjög ánægðir með þjálfarateymið," sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála, í samtali við 433.is í dag. „Árangurinn er ekki góður og við erum ansi langt frá því að ná í þau stig sem við ætluðum okkur að ná í. Þessi ráðning var hins vegar til framtíðar. Við höfum fulla trú á þjálfurum okkar og þeim leikmönnum sem eru til staðar."

Davíð Þór er sannfærður um það að FH geti forðast fall en það þurfi samstill átak frá öllum í félaginu til að snúa þessu við. Árangurinn er augljóslega langt undir væntingum á þessari leiktíð.
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Athugasemdir
banner
banner