Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, er undir smásjá Aston Villa.
Villa mun reyna fá Gomez ef Diego Carlos fer til Fulham en þetta kemur fram á Telegraph.
Carlos var ekki með Villa í æfingaleik gegn Athletic Bilbao í vikunni en talið er að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í þennan 31 árs gamla brasilíska miðvörð.
Þá er Aston Villa einnig með Lutsharel Geertruida, varnarmann Feyenoord, í sigtinu.
Athugasemdir