Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. september 2018 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Sviss gegn Íslandi - Spilar sinn fyrsta landsleik
Icelandair
Kevin Mbabu.
Kevin Mbabu.
Mynd: Getty Images
Xhaka er fyrirliði.
Xhaka er fyrirliði.
Mynd: Getty Images
Leikur Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni hefst klukkan 16:00. Lið Íslands er klárt en svissneska liðið er það einnig.

Stephan Lichsteiner er ekki í hóp og er það staðfest að Granit Xhaka fái fyrirliðabandið. Kevin Mbabu, leikmaður Young Boys og fyrrum leikmaður Newcastle, byrjar í stað Lichsteiner. Mbabu er að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Sviss.

Ef tekið er mið af byrjunarliðinu sem byrjaði gegn Svíþjóð í lokaleik Sviss á HM, í leik sem var í 16-liða úrslitunum og Svíþjóð vann 1-0, þá eru fimm breytingar á byrjunarliðinu hjá Vladimir Petkovic.

Johan Djourou, Michael Lang, Valon Behrami, Blerim Dzemaili, Josip Drmic detta út úr byrjunarliðinu. Ásamt Mbabu þá koma Breel Embolo, Haris Seferovic, Denis Zakaria, og Fabian Schär inn í liðið.

Hér að neðan er liðið sem mætir Íslandi.

Byrjunarlið Sviss:
1. Yann Sommer (m)
2. Kevin Mbabu
5. Manuel Akanji
7. Breel Embolo
9. Haris Seferovic
10. Granit Xhaka
13. Ricardo Rodriguez
14. Steven Zuber
17. Denis Zakaria
22. Fabian Schär
23. Xherdan Shaqiri

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum


Athugasemdir
banner
banner
banner