Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. september 2018 18:14
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: 8-0 hefði verið verðskuldað
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„6-0 er bara verðskuldað, eins asnalega og það hljómar. 8-0 hefði verið verðskuldað," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti maður Íslands frá upphafi, á Stöð 2 Sport eftir 6-0 tap Íslands gegn Sviss í dag.

„Við eigum tvö hálffæri. Jón Daði (Böðvarsson) í fyrri og seinni hálfleik. Ég man ekki eftir leik, alveg sama hvernig úrslitin hafa verið, að við sköpum okkur ekkert. Við sköpuðum ekki neitt í dag."

Ólafur Ingi Skúlason, fyrrum landsliðsmaður, tók í sama streng í settinu hjá Stöð 2 Sport.

„Það er ekki hægt að vera með neinar afsakanir. Þetta var hörmung frá A-Ö."

„Það sést ekki oft í alþjóðlegum fótbolta að lið fái sex mörk á sig. Þetta eru tvö lið sem voru á HM og það er ekki svona mikill munur á þessum liðum."


Sjá einnig:
Smelltu hér til að lesa beina textalýsingu
Einkunnir Íslands - Skelfileg frammistaða í Sviss
Twitter - Heimir aftur heim
Athugasemdir
banner
banner