Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. september 2018 18:20
Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren: Bið stuðningsmenn Íslands afsökunar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bið stuðningsmenn Íslands afsökunar. Þetta var vandræðalegt í seinni hálfleik," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi eftir 6-0 tapið gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik hrundi leikur íslenska liðsins.

„Við vorum að spila gegn mjög góðu liði en frammistaða okkar var ekki gott. Þeir spiluðu vel en við létum þá líka spila vel. Fyrri hálfleikur var allt í lagi en ég var ekki ánægður með hvernig við unnum saman í vörninni."

„Þegar þeir skoruðu 3-0 eftir aukaspyrnu í síðari hálfleik þá misstum við allt."

„Við misstum skipulagið og trúna. Það er mín ábyrgð sem þjálfari, að fá leikmenn til að trúa á það sem við erum að gera og vinna sem lið. Við gerðum það ekki eftir að staðan varð 3-0."


Sjá einnig:
Smelltu hér til að lesa beina textalýsingu
Einkunnir Íslands - Skelfileg frammistaða í Sviss
Twitter - Heimir aftur heim
Athugasemdir
banner
banner
banner