Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. september 2018 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn umdeildi Xhaka verður fyrirliði gegn Íslandi
Lichsteiner ekki með í St. Gallen
Icelandair
Stephan Lichsteiner er ekki í hóp Sviss sem mætir Íslandi. Hann er 34 ára og á 103 landsleiki.
Stephan Lichsteiner er ekki í hóp Sviss sem mætir Íslandi. Hann er 34 ára og á 103 landsleiki.
Mynd: Getty Images
Stephan Lichsteiner mun ekki leika með Sviss gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðunni Blick.ch.

Lichsteiner, sem er fyrirliði Sviss, mun sitja upp í stúku og fylgjast með leiknum.

Lichsteiner var í upprunalega hópnum en hann er ekki í hópnum sem mætir Íslandi í kvöld. Þetta er óvænt en það er spurning hvort meiðsli, veikindi eða eitthvað álíka sé að hrjá Lichtsteiner eða hvort að Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari, hafi einfaldlega sleppt því að velja landsliðsfyrirliðann.

Kevin Mbabu, bakvörður Young Boys og fyrrum leikmaður Newcastle, mun taka stöðu Lichsteiner.

Það verður líklega Granit Xhaka sem tekur fyrirliðabandið hjá Sviss í dag gegn Íslandi. Xhaka er umdeildur í Sviss eftir fagn sem hann tók á HM gegn Serbíu. Svo gæti farið að það verði baulað á leikmenn eins og Xhaka og Shaqiri í kvöld. Smelltu hér til að lesa nánar um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner