Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 08. september 2018 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mjög flókið að skora gegn Íslandi"
Icelandair
Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss.
Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu svissneska landsliðsins í gær.
Frá æfingu svissneska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í dag. Þetta er fyrsti leikur beggja liða í Þjóðadeildinni.

Petkovic sagði á fundinum að Ísland væri með frábært varnarlið og hann væri alls ekki að fara í neina tilraunastarfsemi í Þjóðadeildinni, það kæmi ekki til greina.

„Ísland er með mjög gott varnarlið, þeir eru mjög skipulagðir. Það er erfitt að finna einhverjar opnanir í vörn þeirra og það er mjög flókið að skora gegn Íslandi," sagði Petkovic á fundinum.

„Þeir eru með 11 varnarmenn inn á vellinum, þeir verjast frá fremsta manni til þess aftasta."

„Við verðum að vera þolinmóðir og nota þau tækifæri sem okkur býðst í leiknum."

Ætlar ekki að gera neinar tilraunir
Þjóðadeildin er nýtt fyrirbæri á vegum UEFA og er markmiðið með henni að fækka vináttulandsleikjum, hafa fleiri "alvöru" fótboltaleiki. Keppninni er skipt upp í fjórar deildir með 55 landsliðum, A-D. Ísland og Sviss eru saman í riðli í A-deild, en hitt liðið í riðlinum er Belgía.

Þegar keppnin er farin af stað verður hægt að komast upp úr deildum og falla úr þeim.

Staðan í Þjóðardeildinni mun svo úrskurða um niðurröðun fyrir undankeppni EM og HM í framtíðinni. Þá er hægt að vinna sér inn sæti í lokakeppni EM í gegnum Þjóðadeildina en um er að ræða varaleið fyrir lið sem ná ekki að komast áfram í gegnum undankeppni EM.

Það er því mikilvægt að standa sig vel í Þjóðadeildinni og gott að vera í A-deildinni.

Þegar ítalskur blaðamaður bar upp spurningu fyrir Petkovic um hvort hann myndi gera einhverjar tilraunir með lið sitt í þessari keppni þá hafnaði hann því algjörlega. „Þetta er alvöru keppni," sagði Petkovic.

Sviss mun því mæta með sterkt lið til leiks í dag, skiljanlega.

Hér að neðan má sjá útskýringamyndband um Þjóðadeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner