Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 08. september 2018 18:28
Magnús Már Einarsson
Stærsta tap Íslands í sautján ár
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið byrjaði skelfilega í Þjóðadeildinni en liðið tapaði 6-0 gegn Sviss ytra í kvöld.

Um er að ræða stærsta tap íslenska landsliðsins síðan það mætti Dönum í undaneppni HM á Parken í október árið 2001.

Tæp sautján ár eru því síðan að íslenska liðið tapaði jafn stórt og í kvöld.

Íslenska liðið fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á þriðjudaginn þegar Belgar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

Leikurinn á þriðjudag verður fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn hins sænska Erik Hamren en leikurinn í kvöld var fyrsti leikurinn undir hans stjórn.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að lesa beina textalýsingu
Einkunnir Íslands - Skelfileg frammistaða í Sviss
Twitter - Heimir aftur heim
Athugasemdir
banner
banner
banner