Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. september 2019 16:08
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Selfoss enn í baráttunni - Vestri skoraði fimm
Hrvoje Tokic skoraði þrennu fyrir Selfoss
Hrvoje Tokic skoraði þrennu fyrir Selfoss
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Aaron Spear skoraði fyrir Vestra
Aaron Spear skoraði fyrir Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir voru að klárast í 20. umferð 2. deildar karla en Selfoss vann frábæran 4-1 sigur á Þrótt Vogum á meðan Vestri vann 5-0 sigur á KFG.

Selfyssingar byrjuðu leikinn gegn Þrótturum illa en Örn Rúnar Magnússon skoraði snemma leiks áður en Kenan Turudija jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

Hrvoje Tokic gerði sér svo lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari og er nú markahæstur í deildinni með 17 mörk. Lokatölur 4-1 og Selfoss með 38 stig.

Vestri gaf ekkert eftir í toppbaráttunni og vann liðið öruggan 5-0 sigur á KFG. Staðan var 2-0 í hálfleik en þeir Zoran Plazonic og Pétur Bjarnason gerðu mörkin. Isaac Freitas Da Silva, Viktor Júlíusson og Aaron Spear bættu við þremur mörkum og lokatölur 5-0. Vestri á toppnum með 42 stig. KFG er hins vegar fallið niður í 3. deildina en liðið er nú níu stigum á eftir Kára þegar tvær umferðir eru eftir.

Leiknir F. vann þá Kára 2-0 og verður allt undir í næstu umferð hjá liðinu en það mætir einmitt Vestra í toppslag. Leiknir er með 40 stig, tveimur stigum á eftir Vestra. Bræðurnir Povilas og Mykolas Kravsnovskis gerðu mörk Leiknismanna.

ÍR gerði 1-1 jafntefli við Víði og þá gerðu Fjarðabyggð og Dalvík/Reynir einnig 1-1 jafntefli þar sem Jose Luis Vidal Romero, leikmaður Fjarðabyggðar, fékk rautt á 70. mínútu en það kom ekki að sök þar sem heimamenn gerðu jöfnunarmarkið fimm mínútum síðar.

Úrslit og markaskorarar:

Vestri 5 - 0 KFG
1-0 Zoran Plazonic ('4 )
2-0 Pétur Bjarnason ('25 )
3-0 Isaac Freitas Da Silva ('47 )
4-0 Viktor Júlíusson ('71 )
5-0 Aaron Robert Spear ('78 )

Rautt spjald:Tómas Orri Almarsson , KFG ('85)

Þróttur V. 1 - 4 Selfoss
1-0 Örn Rúnar Magnússon ('4 )
1-1 Kenan Turudija ('44 )
1-2 Hrvoje Tokic ('49 )
1-3 Hrvoje Tokic ('70 )
1-4 Hrvoje Tokic ('78 )

Kári 0 - 2 Leiknir F.
0-1 Povilas Kravsnovskis ('14 )
0-2 Mykolas Kravsnovskis ('86 )

ÍR 1 - 1 Víðir
1-0 Gunnar Óli Björgvinsson ('35 )
1-1 Markaskorara vantar ('49 )

Fjarðabyggð 1 - 1 Dalvík/Reynir
0-1 Markaskorara vantar ('52 )
1-1 Nikola Kristinn Stojanovic ('75 )
Rautt spjald: Jose Luis Vidal Romero ('70, Fjarðabyggð )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner