sun 08. september 2019 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Dyche og Drinkwater funda á morgun - Gæti fengið sekt
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, mun funda með Drinkwater
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, mun funda með Drinkwater
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, mun funda með enska miðjumanninum Danny Drinkwater á morgun þar sem rætt verður um framtíð leikmannsins.

Drinkwater ákvað að fá sér í glas í síðustu viku og kíkti á klúbb í Manchester en hann átti að hafa daðrað við kærustu Ksogi Ntlhe, leikmann Scunrthorpe United, áður en hann var laminn fyrir utan skemmtistaðinn.

Sex manna hópur veittist að Drinkwater og lömdu þeir hann ítrekað í andlitið og stöppuðu ofan á ökkla hans en hann verður frá keppni næstu vikur.

Samkvæmt ensku miðlunum mun Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, funda með Drinkwater á morgun en hann gæti fengið væna sekt frá klúbbnum.

Drinkwater er á láni frá Chelsea en félagið ákvað að setja það í hendur Burnley að ákveða refsingu. Drinkwater missti af leiknum gegn Liverpool vegna atviksins og þá spilaði hann ekki með U23 ára liðinu gegn QPR á dögunum.

Sjá einnig:
Drinkwater illa farinn - Leikmaður Scunthorpe tengdur við árásina
Athugasemdir
banner
banner
banner