Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. september 2019 13:05
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Eiður Smári um Atla: Enduðum alltaf í faðmlögum
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Eðvaldsson var einn besti leikmaður Íslandssögunnar
Atli Eðvaldsson var einn besti leikmaður Íslandssögunnar
Mynd: KSÍ
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins, var minnst fyrir og eftir 3-0 sigur Íslands á Moldóvum í undankeppni Evrópumótsins í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Kristjánsson ræddu um Atla á RÚV í gær.

Atli lést fyrir sex dögum en var 62 ára gamall og hafði barist við erfið veikindi.

Hann er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunar en hann lék fyrir félög á borð við Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Val, KR, Genclerbirligi áður en hann endaði ferilinn í HK.

Hann gerði þá KR að Íslandsmeisturum árið 1999 í fyrsta sinn í 31 ár en hann tók við íslenska landsliðinu sama ár og þjáfaði það til ársins 2003.

Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Kristjánsson deildu allir minningum af Atla og þeirra kynni.

Eiður Smári kom heim úr atvinnumennsku og fór í KR árið 1998 en Atli hjálpaði honum í gegnum dýpsta dal á ferlinum áður en Eiður fékk tækifæri á að fara aftur í atvinnumennsku.

„Ég fer nú bara að brosa þegar ég hugsa um Atla. Ég upplifði hann sem þjálfara hjá KR í þann stutta tíma sem ég var þar. Þar sem ég spilaði undir hans stjórn í mínum dýpsta dal á ferlinum, ég spilaði undir hans stjórn í U21 landsliðinu og í A-landsliðinu, og hann hafði þennan ótrúlega eiginleika að peppa mannskapinn alveg svakalega upp," sagði Eiður við RÚV.

„Við rifumst eins og hundur og köttur oft, hvort sem var í hálfleik eða eftir leik, en enduðum alltaf í faðmlögum."

„Hann keyrði mig út, hann var á bakinu á mér en minnti mig á það - „Eiður ef þú kemur þér í smá stand, kemur þér í gott form, þá verður þú ekki lengur á Íslandi“. Hann hjálpaði mér alveg gríðarlega og ég fattaði það ekki á þeim tíma. En ég er löngu búinn að átta mig á því hversu mikilvægur Atli var á mínum ferli,"
sagði Eiður í lokin.

Hægt er að sjá viðbrögð Guðna, Eiðs og Ólafs með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Smelltu á tengilinn til að sjá meira
Athugasemdir
banner
banner
banner