Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 08. september 2019 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Stefáns: Vantaði kraft fram á við
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var ekki nógu hress með sóknarleik liðsins í 1-0 tapinu á Selfyssingum í dag.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 Fylkir

Hólmfríður Magnúsdóttir gerði eina mark leiksins en Fylkisliðið átti afar erfitt uppdráttar sóknarlega og náði ekki að skapa sér mikið af færum.

„Ég er mjög svekktur að tapa hérna en fengum mark á okkur á 3. mínútu þar sem við vorum of værukærar. Hefðum átt að fylla betur í svæði og vantaði kraft fram á við," sagði Kjartan við Fótbolta.net.

Barbára Sól Gísladóttir átti góðan leik í vörn Selfyssinga en hún náði að halda Ídu í skefjum allan leikinn.

„Ég veit það ekki alveg en það var eitthvað að þvælast fyrir henni í byrjun en hún náði alveg að ráða fram úr því. Við vorum bara að taka rangar ákvarðanir."

Fylkisliðið kom upp úr Inkasso-deildinni en liðið hefur verið í baráttu í efri hluta deildarinnar og er nú í 5. sæti með 22 stig.

„Það er alveg klárt og við viljum halda áfram þessu og reyna að stimpla okkur inn með að spila okkar bolta og vera líkar sjálfum okkur en sóknarlega í dag vorum við svolítið frá því."

„Ég vil meina ef þú nýtir ekki tímann þinn í Inkasso og vinnur vel í þeim málum þá er það slappt að koma upp og vera ekki búinn að leggja góðan grunn. Við ætluðum okkur að spila góðan bolta og ætluðum að halda í það, við kannski breyttum smá áherslum í varnarleik en óheppnar með meiðsli svona varnarlega séð,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner