Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. september 2019 14:44
Brynjar Ingi Erluson
Sandra María skoraði er Leverkusen fór áfram í bikarnum
Sandra María Jessen fagnar marki sínu í dag
Sandra María Jessen fagnar marki sínu í dag
Mynd: Mirko Kappes
Sandra María Jessen, leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, skoraði í 2-1 sigri liðsins á Borussia Monchengladbach í 32-liða úrslitum þýska bikarsins í dag.

Kim Evaraerts kom Gladbach yfir á 13. mínútu áður en Sandra María jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Milena Nikolic var svo hetja Leverkusen er hún skoraði í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Sandra samdi við Leverkusen í byrjun janúar en hún þekkir þá vel til eftir að hafa verið á láni hjá félaginu árið 2016 frá Þór/KA.

Leverkusen er í 7. sæti þýsku deildarinnar en deildin var að hefjast og eru tveir leikir búnir nú þegar.

Hún hefur skorað 6 mörk í 27 A-landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner