Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. september 2019 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Sergio Ramos jafnar met Casillas - Spilar 167. landsleikinn
Sergio Ramos er að spila 167. landsleik sinn fyrir Spán
Sergio Ramos er að spila 167. landsleik sinn fyrir Spán
Mynd: EPA
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, er búinn að jafna leikjamet Iker Casillas fyrir spænska landsliðið en báðir hafa þeir leikið 167 landsleiki.

Ramos er 33 ára gamall en hann hefur sannað sig sem einn af bestu varnarmönnum heims síðasta áratuginn.

Hann byrjaði að spila fyrir A-landslið Spánar árið 2005 en nú fjórtán árum síðar er hann að leika 167. landsleik sinn.

Ramos er í byrjunarliði Spánar gegn Færeyjum en staðan er 1-0 fyrir spænska liðinu og gerði Rodrigo markið.

Ramos er nú leikjahæstur ásamt Iker Casillas, sem lék 167 landsleiki á tíma sínum með landsliðinu en Ramos er í 9. sæti ásamt tveimur öðrum leikmönnum yfir landsleikjahæstu leikmenn allra tíma.

Ahmed Hassan, fyrrum landsliðsmaður Egyptalands, spilaði 184 landsleiki en hann lagði skóna á hilluna árið 2012. Ramos gæti vel slegið það met.

Ramos hefur þá skorað 21 mark fyrir spænska landsliðið. Hann var í liðinu sem vann HM árið 2010 og svo EM árið 2008 og 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner