Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Sóknarleikurinn var til fyrirmyndar
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var sáttur með 4-0 sigur liðsins á Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í gær.

Harry Kane skoraði þrennu og lagði svo upp mark fyrir Raheem Sterling en Kane er nú kominn með 25 mörk í 40 leikjum fyrir England.

Southgate var ánægður með spilamennsku liðsins en England er í efsta sæti A-riðils með 9 stig.

„Frammistaðan var töluvert betri því lengur sem leið á leikinn en við þurftum ekki að flækja hlutina. Við vorum hættulegir en tókum vissulega of margar snertingar á köflum. Þeir voru líka að skapa usla þegar þeir voru með boltann," sagði Southgate.

„Í svona leikjum þarf einbeiting að vera upp á tíu. Mér fannst við samt alltaf hafa styrkleikana til að vinna leikinn en ég meina það fá öll lið einhver augnablik í leikjum en menn verða bara vera klárir að sjá hlaupin. Ég er hinsvegar ánægður með niðurstöðuna og sóknarleikurinn var til fyrirmyndar," sagði Southgate í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner