Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. september 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Wijnaldum: Klopp spurði mig út í Van Dijk áður en ég skrifaði undir
Georginio Wijnaldum og Virgil van Dijk
Georginio Wijnaldum og Virgil van Dijk
Mynd: EPA
Gini Wijnaldum, leikmaður Liverpool á Englandi, ræddi við Jürgen Klopp, stjóra liðsins, um Virgil van Dijk áður en hann kom til félagsins frá Newcastle.

Wijnaldum, sem er 28 ára gamall, kom til Liverpool frá Newcastle árið 2016 en Newcastle hafði fallið niður í B-deildina tímabilið á undan.

Áður en hann skrifaði undir hjá Liverpool þá ræddi hann við Jürgen Klopp, stjóra liðsins, en hann hafði mikinn áhuga á að vita meira um Virgil van Dijk.

Liverpool keypti Van Dijk í janúar árið 2018 og hefur hann verið burðarstólpur í vörn liðsins.

„Áður en ég skrifaði undir hjá Liverpool þá átti ég fund með Jürgen og hann talaði meðal annars um Virgil van Dijk við mig. Ég hef alltaf haft mikið álit á Virgil og ég sagði við Klopp að hann myndi styrkja vörnina töluvert," sagði Wijnaldum.

„Þannig það kom mér ekki á óvart þegar hann var valinn besti leikmaðurinn af UEFA á undan Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og ég bjóst meira að segja við því að hann myndi vinna verðlaunin," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner