Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. september 2020 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coady og Phillips í byrjunarliði Englands í Kaupmannahöfn
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið verður í eldlínunni í kvöld, rétt eins og það íslenska.

England fer á Parken í Kaupmannahöfn og mætir þar Danmörku í Þjóðadeildinni. Eins og allir vita þá verða Mason Greenwood og Phil Foden ekki með en þeir voru sendir heim eftir að hafa boðið tveimur íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi sitt í Reykjavík síðastliðin sunnudag.

Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, leikur sinn fyrsta A-landsleik áður en hann leikur sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann byrjar í kvöld gegn Danmörku.

Þá byrjar Conor Coady, miðvörður Wolves, einnig í sínum fyrsta landsleik. Alls eru þrjár breytingar frá leiknum gegn Íslandi. Trent Alexander-Arnold kemur inn á samt Coady og Phillips, en út fara Kyle Walker, James Ward-Prowse og auðvitað Foden.

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel; Wass, Jorgensen, Christensen, Skov; Norgaard, Eriksen, Delaney; Poulsen, Dolberg, Braithwaite.

Byrjunarlið Englands: Pickford; Alexander-Arnold, Gomez, Dier, Trippier; Rice, Coady, Phillips; Sancho, Kane, Sterling.
Athugasemdir
banner
banner