Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. október 2018 20:28
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Fyrsta æfing og fundur að baki í Frakklandi
Icelandair
Novotel hótelið í Saint Brieuc, hótel landsliðsins.
Novotel hótelið í Saint Brieuc, hótel landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski landsliðshópurinn er saman kominn í Frakklandi, að undanskildum markverðinum Ögmundi Kristinssyni sem kemur til móts við hópinn á morgun.

Á fimmtudag verður leikinn vináttulandsleikur gegn heimsmeisturum Frakklands á Stade Roudourou í Guingamp.

Strákarnir okkar dvelja í bæ rétt hjá Guingamp, Saint Brieuc í norðvesturhluta Frakklands. Fyrsta æfing hópsins fór fram seinni partinn í dag og að henni lokinni var fundur hjá þjálfarateyminu.

Landsleikjaglugganum mun svo ljúka með leik gegn Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á mánudag þar sem strákarnir ætla að sýna að 6-0 tapið í St. Gallen hafi verið slys.

Fréttateymi Fótbolta.net mætti til Frakklands í dag og fylgist með undirbúningi íslenska liðsins. Spjallað var við nokkra leikmenn á hóteli landsliðsins nú í kvöld en viðtölin birtast hér á síðunni á eftir.

Ástæðan fyrir því að Ögmundur kemur síðar til móts við hópinn er sú að lið hans, Larisa, átti leik í grísku deildinni í dag. Hann stóð í markinu í 1-0 tapi gegn Xanthi en Larisa er í tíunda sæti deildarinnar, af sextán liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner