banner
   þri 08. október 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Mustafi: Hræddur um að þetta hafi áhrif á börnin mín
Shkodran Mustafi
Shkodran Mustafi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Shkodran Mustafi, varnarmaður Arsenal og þýska landsliðsins, opnar sig um gengi hans hjá Arsenal og gagnrýnina síðasta árið.

Mustafi gekk til liðs við Arsenal árið 2016 frá Valencia en þá var hann einn af eftirsóttustu varnarmönnum heims. Hann vann HM með Þýskalandi tveimur árum áður og því í miklum metum.

Það gekk vel hjá honum fyrst um sinn hjá Arsenal en síðasta árið hefur frammistöðu hans hrakað og hefur hann heldur betur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum.

Spænska blaðið Marca var þá með kosningu á vefsíðu sinni þar sem 150 þúsund manns tóku þátt en hann var valinn næst versti varnarmaður heims á eftir Phil Jones hjá Manchester United.

Mustafi ræddi um gagnrýnina, mótlætið og hvernig hugarfarið hefur fleytt honum í gegnum þetta.

„Fyrstu tvö árin hjá Arsenal þá gekk allt eins og í sögu en stuttu eftir síðustu jól þá gerðist eitthvað. Ég gerði fáein mistök og eftir það var mér bara fleygt undir rútuna. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður," sagði Mustafi.

Varnarleikur Mustafi í 5-1 tapinu gegn Liverpool var vægast sagt slakur en varnarmaðurinn segir að hann hafi aldrei verið heill.

„Ég var búinn að vera frá í þrjár vikur og fór svo inn í leikinn án þess að æfa því stjórinn þurfti á mér að halda. Það var 4-1 í hálfleik og ég átti nokkur slæm augnablik. Ég fékk svo neikvæð ummæli um mig á samfélagsmiðlum frá stuðningsmönnum Arsenal og neikvæða umfjöllun í blöðunum."

Mustafi viðurkenni að hann hafi efast sjálfan sig.

„Það komu dagar þar sem ég efaðist um sjálfan mig en á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að hugarfarið mitt er sterkt."

„Ég gagnrýni sjálfan mig reglulega og ég skil vel að ég gerði mistök og ég get dílað við harða gagnrýni en þetta fór úr böndunum það sem var á netinu. Ég var skotmark og svo var líka kennt mér um töp þegar ég spilaði ekki einu sinni leikina."

„Það getur hver sem er skrifað hvað sem er undir fölsku nafni og fengið þannig útrás beint á okkur. Þetta er ekki einu sinni lengur um íþróttina heldur til að fá sem flesta smelli á tístið t.d. Ég vil sjá samfélagsmiðla herða á þessu í framtíðinni því það sem er á netinu hverfur ekki og ég er hræddur um að þetta muni hafa áhrif á börnin mín,"
sagði Mustafi í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner