þri 08. október 2019 11:10
Brynjar Ingi Erluson
U21 árs landsliðið sem mætir Svíþjóð og Írlandi - Finnur Tómas kemur inn
U21 árs landsliðið á mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins
U21 árs landsliðið á mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikina gegn Svíþjóð og Írlandi í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið mætir Svíþjóð 12. október í Helsingborg og spilar svo við Írland þann 15. október á Víkingsvelli.

Ísland hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en mætir toppliði Írlands sem hefur unnið þrjá leiki.

Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, og Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í Belgíu, koma inn í hópinn fyrir leikinn gegn Írum.

Finnur Tómas Pálmason, leikmaður KR og efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í ár, er í hópnum. Valdimar Ingimundarson kemur einnig inn í hópinn.

Hópurinn:

Patrik Sigurður Gunnarsson (Brentford)
Elías Rafn Ólafsson (Aarhus Fremad)
*Daði Freyr Arnarsson (FH)
Alfons Sampsted (Breiðablik)
Jón Dagur Þorsteinsson (AGF)
Mikael Neville Anderson (Midtjylland)
Ari Leifsson (Fylkir)
Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Willum Þór Willumsson (BATE)
Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Daníel Hafsteinsson (Helsingborg)
Kolbeinn Birgir Finnsson (Borussia Dortmund)
Sveinn Aron Guðjohnsen (Spezia)
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
Ísak Óli Ólafsson (SonderjyskE)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
*Kolbeinn Þórðarson (Lommel)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner