banner
   fim 08. nóvember 2018 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Arnþór Ingi á leið í KR
Arnþór Ingi Kristinsson er á leið í Frostaskjólið
Arnþór Ingi Kristinsson er á leið í Frostaskjólið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings R. í Pepsi-deildinni, er á leið í KR en þetta herma öruggar heimildir Fótbolta.net.

Arnþór er fæddur árið 1990 og er uppalinn Skagamaður en hann lék sjö leiki með ÍA áður en hann söðlaði um og samdi við Hamar. Eftir tvö tímabil í Hveragerði samdi hann við Víking og tókst honum að skapa sér nafn þar.

Hann á að baki 78 leiki og 10 mörk í efstu deild með liðinu en hann var í lyklihlutverki í sumar er liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net er Arnþór á leið í KR en búið er að ganga frá öllum helstu atriðum og aðeins smáatriði eftir.

Hann verður þriðji leikmaðurinn sem KR fær eftir tímabilið en Alex Freyr Hilmarsson kom frá Víkingum og þá kom Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner