Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. nóvember 2018 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni: Ramsey í liði Arsenal
Aaron Ramsey og Danny Welbeck byrja báðir
Aaron Ramsey og Danny Welbeck byrja báðir
Mynd: Getty Images
Það er líf og fjör í Evrópudeildinni klukkan 20:00 en þá fara fjölmargir leikir fram í riðlakeppninni.

Aaron Ramsey, sem rennur út á samning hjá Arsenal eftir tímabilið, er í byrjunarliði liðsins og sömu sögu má segja af Danny Welbeck sem virðist vera kominn í gír.

Liðið mætir Sporting á Emirates-leikvanginum.

Matthías Vilhjálmsson er á bekknum hjá Rosenborg sem mætir RB Salzburg og þá er fagnaðarefni að Guðlaugur Victor Pálsson er aftur kominn í hóp hjá FC Zürich sem heimsækir Bayer Leverkusen en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Hannes Þór Halldórsson er í byrjunarliði Qarabag gegn Vorskla.

Helstu byrjunarlið kvöldsins:

Lið Arsenal gegn Sporting: Petr Čech; Jenkinson, Holding Sokratis, Lichtsteiner; Guendouzi, Ramsey; Smith-Rowe, Mkhitaryan Iwobi; Danny Welbeck.

Lið Sporting gegn Arsenal: Ribeiro; Gaspar, Coates, Mathieu, Acuña; Nani, Miguel Luis, Gudelj, Fernandes; Montero, Diaby.

Lið Celtic gegn Leipzig: Gordon, Lustig, Benkovic, Boyata, Tierney, Christie, Rogic, McGregor, Forrest, Edouard, Sinclair.

Lið Leipzig gegn Celtic: Mvogo - Mukiele, Orban, Upamecano, Saracchi - Laimer, Ilsanker, Sabitzer - Augustin, Bruma, Matheus Cunha.
Athugasemdir
banner
banner